. - Hausmynd

.

Áfram Haukar !

Þó það sé vetrarfrí í skólum verða fótboltaæfingar áfram á dagskrá en við tökum samt tillit til þess ef fólk ætlar að nýta fríið saman til að gera eitthvað.

Minnum svo á æfingatíma flokksins:
Miðvikudagar - kl 16:00 til 17:00 - gervigras
Fimmtudagar - kl 17:10 til 18:00 - Ásvellir (fjölgreinaæfing)
Sunnudagar - kl 11:00 til 12:00 - gervigras  

kv. Þjálfarar

Tilkynning frá mótastjórn TM-mótsins

Sæl öll, 
Okkur hafa borist tilkynningar um að bolir úr gjafapokunum frá Pæjumóti TM um helgina síðastliðnu hafi verið að koma illa út úr þvotti og myndin framan á bolunum flagni af.
Okkur þykir þetta gríðarlega leitt og TM hefur haft samband við birgjann sem sá um að útvega bolina. Verið er að vinna í brúklegri launs og að því stefnt að allar stúlkurnar sem fengu gallaðan bol fá nýjan við fyrsta tækifæri.

með góðri kveðju
f.h. HK/Víkings og TM
Björn

Miðvikudagur 19.febrúar

Samkvæmt veðurspá er spáð miklu hvassviðri í dag. Þrátt fyrir að það sé yfirleitt alltaf logn á Ásvöllum er gott að taka mark á þessum veðurspám.
Þar sem við fellum aldrei niður æfingar, þá hvetjum við þær sem mæta að mæta vel klæddar í dag ef æfingin verður úti
EN ef það rætist úr spánni og það verður mikill vindur og einhver úrkoma færum við æfinguna inn.
Það eru samt minni líkur en meiri að komast að í karatesalnum eða annars staðar þar sem dagskrá hússins er iðulega þétt pökkuð.

Við gerum alltaf gott úr hlutunum :)
kv. Þjálfarar

Frí á sunnudaginn - Pistill frá þjálfara

FRÍ á æfingu sunnudaginn 16.febrúar,
Næsta æfing er miðvikudaginn 19.feb.

Kæru foreldrar.
Mig langar að biðjast afsökunar á því hvað ég hef verið lítið duglegur að blogga undanfarið og hvað upplýsingaflæðið hefur verið af skornum skammti. Ég gæti vel talið upp fjöldan allan af afsökunum en ég ætla ekki að gera það heldur einfaldlega biðjast afsökunar og lofa að virkja bloggið aftur á fullu og halda öllum upplýstum !

Æfingarnar hjá flokknum hafa gengið vel og mæting/æfingasókn leikmanna tekið stórt stökk eftir áramót. Það er einnig farið að sjást mikið af nýjum andlitum á æfingum og margar nýjar sem eru byrjaðar að æfa af krafti með okkur. Við fögnum því og bjóðum allar nýjar fótbolta-Hauka-stelpur velkomnar :)
Mótið í dag gekk virkilega vel fyrir sig og bæði skemmtilegt og gagnlegt að mati þjálfara. Við vonum svo sannarlega að ykkur hafi fundist gaman og dagurinn nýst vel !
Ég tel mig vera mjög heppinn að vera með mjög virkan og góðan foreldrahóp en einnig auðveldar það starf mitt að vera með frábæran aðstoðarþjálfara. Lísbet hefur staðið sig mjög vel með stelpurnar og frábær fyrirmynd fyrir allar ungar Haukastelpur. 

Það sem liggur núna á teikniborði þjálfarans er eitthvað félagslegt/hópefli sem flokkurinn mun gera saman en það verður tilkynnt seinna. Einnig er komið að því að mynda foreldraráð í flokknum. Mótalisti sumarsins og dagsetningar voru birtar fyrr í þessum mánuði og má finna listann í bloggfærslu aðeins neðar. Og svo auðvitað æfingarnar okkar !
Að lokum langar mér að þakka aftur fyrir daginn, hrósa stelpunum fyrir frammistöðu sína bæði innan sem utan vallar og hvet alla til að halda áfram að fylgjast með blogginu.
Áfram Haukar !
kv. Andri þjálfari

Pæjumót TM - 15.feb - LESA VEL

Þá styttist í mótið á laugardaginn, 15.febrúar, sem haldið verður í fyrsta sinn í KÓRNUM í KÓPAVOGI !
MUNA að þáttökugjaldið er 2000kr per einstaklingur og er æskilegast að greiða fyrir fyrsta leik. Gott ef liðin taka sig saman og borga í einum púkk frekar en einn og einn.
Mæting er 15 mínútum fyrir fyrsta leik og skulu liðin mæta við þann völl sem þau hefja leik á. Það er gott að vera tímanlega, því það má búast við margmenni á laugardaginn.
Eftir hvern leik væri best ef liðin héldu hópinn og hefðu gaman saman t.d. með því að hvetja önnu Haukalið ;) Svo skulu liðin vera tilbúin við sína velli ekki seinna en 5 mínútum fyrir sinn næsta leik. Leiktíminn í 7.fl er 1x10mín.

Haukar 1
Viktoría J, Guðrún, Rakel, Bryndís, Auður, Rut, Edda
Tími - Völlur - Andstæðingur
12:13 - Dagný Brynjarsdóttir - HK
12:39 - Glódís Perla Viggósdóttir - Fram
13:05 - Glódís Perla Viggósdóttir - Þróttur
13:57 - Glódís Perla Viggósdóttir - Víkingur

Haukar 2
Arna, Embla, Erla, Ragga, Katla, Sara, Viktoría K
Tími - Völlur - Andstæðingur
12:13 - Dóra María Lárusdóttir - Þróttur
13:05 - Dóra María Lárusdóttir - Fjölnir
13:31 - Sara Björk Gunnarsdóttir - FH
13:57 - Sara Björk Gunnarsdóttir - Víkingur

Ef eitthvað vantar eða spurningar kveikna, þá endilega skiljið eftir línu í athugasemdum.
Þjálfarar verða duglegir að fylgjast með blogginu fram að móti.
Sjáumst hress og kát í Kórnum á laugardaginn !
Áfram Haukar ! 

Upplýsingar farnar að berast

Nú fara upplýsingar af mótinu að detta inn næstu klukkustundir eða næstu daga. Það er orðin mikil spenna finn ég hjá leikmönnum (og þjálfurum) eftir mótinu á laugardaginn.

Það sem við höfum frétt er að hver aldursflokkur spilar sér. Þannig byrjar 6. flokkur um morgunin upp úr kl. 8 og í áttina að hádegi og um hádegsbil tekur 7. flokkur við og verður í 3 klukkustundir að spila og svo endar 5. flokkur í jafnlangan tíma frá ca 14 til um 17 eða ríflega svo. ATH að þetta eru tímamörkin sem eru gefin upp hjá hverjum flokki en tímar hvers liðs fyrir sig eru ekki enn staðfestir.

Svo til að ganga úr skugga um að eitthvað fari úrskeiðis, þá langar mig athuga hvort við séum ekki örugglega með allt á hreinu. Þær sem hafa skráð sig eru : Viktoría J, Arna, Bryndís, Embla, Erla Hólm, Guðrún Inga, Rut, Sara Máney, Ragnheiður Þórunn, Auður Lilja, Rakel, Katla, Edda.
Ef það er einhverja sem vantar þá endilega skiljið eftir skilaboð í athugasemdum.

Fylgist með næstu daga,
kv. Þjálfarar

Pæjumótið 15.feb + Sumarið

Skráning á Pæjumót TM 15.febrúar hefur gengið virkilega vel. Það er enn hægt að skrá sig en þær sem eru búnar að boða komu sína eru:
Viktoría J, Arna, Bryndís, Embla, Erla Hólm, Guðrún Inga, Rut, Sara Máney, Ragnheiður Þórunn, Auður Lilja, Rakel, Katla, Edda, 

Við vorum mjög heppin að fá skráð 2 lið í mótið en í 7.fl er spilað í 6 manna bolta. Það hafa 13 stelpur skráð sig, svo skráning hefur gengið mjög vel ! En auðvitað er enn hægt að skrá sig og við viljum sjá sem flestar.

Tímasetning á mótin í sumar er öll að verða klár. Mér finnst skynsamlegast að birta þetta tímanlega því ég veit að margir raða sumarfríi sínu svolítið eftir mótum flokksins. Gjörið svo vel !

Vodafonemót - Fossvogur - 3.-4.maí - dagsmót
VÍSmót Þróttar - Laugardalur - 24.-25.maí - dagsmót
Landsbankamótið - Sauðárkrókur - 28.-29.júní - helgarmót
Símamótið - Kópavogur - 17.-20.júlí - helgarmót
Arionbankamótið - Fossvogur - ágúst - dagsmót

Ég set allar upplýsingar um Pæjumótið inn á bloggið um leið og þær berast. Verum dugleg að fylgjast með blogginu !
kv. Þjálfarar

Pæjumót TM - 15.febrúar

Pæjumót TM verður haldið í Kórnum í Kópavogi 15.febrúar og við ætlum ekki að láta okkur vanta.
Mótið er fyrir stúlkur í 5., 6. og 7. flokki og er mótsgjaldið 2.000 kr. Fyrirkomulag leikja verður með því sniði að spilaður verður 6 manna bolti og er miðað við að hvert lið spili að minnsta kosti 4 leiki með hraðmótssniði þannig að keppni hvers liðs ljúki á þremur klukkustundum.

Með þessu móti viljum við leggja sérstaka áherslu á að stúlkurnar og aðstandendur skemmti sér vel og njóti dagsins saman. Stúlkurnar fá afhenda gjöf frá TM, veitingar, verðlaun fyrir þátttöku og liðsmyndatöku að móti loknu. Landsliðskonurnar okkar taka þátt í mótinu með okkur en hver og einn völlur mun vera merktur ákveðinni landsliðskonu.

Við erum skráð til leiks með 2 lið og því gott að vera tímanlega í að taka niður alla þáttöku. Þær sem komast og vilja vera með skrá sig í athugasemdum, en einnig væri fínt að vita ef einhverjir komast ekki svo hægt sé að sjá tímanlega út hver lokafjöldinn verður.

kv. Þjálfarar

Minnum á æfingatíma flokksins

# Muna að klæða sig vel og klæða sig eftir veðri !

Æfingatímar 7.flokks í vetur:
Miðvikudagar - kl 16:00 til 17:00 - gervigras
Fimmtudagar - kl 17:10 til 18:00 - Ásvellir (fjölgreinaæfing)
Sunnudagar - kl 11:00 til 12:00 - gervigras  
 
kv. Þjálfarar 

Snillingar með stóru S-i

Mætingin, stundvísin og dugnaðurinn á æfingunni í dag var stórkostlegur !
Ef þessar stúlkur fengju einkunn fyrir daginn þá væri það einfaldlega 20 af 10 mögulegum !

Mætingin var ein sú besta sem sést hefur á þessu tímabili og vonar þjálfari að þetta sé það sem koma skal ! Við hvetjum allar til að halda áfram að vera duglegar að mæta á æfingar og endilega að draga vinkonur með á æfingu ;)

Næsta æfing verður á sunnudaginn kl 11:00 og ætlum við að hafa þema !
Að þessu sinni verður þemað liturinn blár.
Muna svo að klæða sig eftir veðri og taka með húfu, hanska og trefil.

Sjáumst hress,
kv. Þjálfarar

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband