. - Hausmynd

.

Færsluflokkur: Fjáröflun

Króksmótið 2014

Heildarverðið fyrir stelpu fyrir Króksmótið er 10.500kr og skal leggja inná 0140-05-71100 kt. 260478-4519.
Inní því er mótsgjald, staðfestingagjald, kostnaður þjálfara og fyrir snakki eða gotterí á kvöldvökunni.
Endilega setjið nafn barnsins sem skýringu.

Stelpurnar gista hjá foreldrum á mótinu. Þær fá morgunmat, hádegismat og kvöldmat á Króknum en þess á milli eru stelpurnar á vegum foreldra og fararstjóra hverju sinni. Einnig munum við hafa eitthvað gott handa þeim til að taka með á kvöldvökuna.

Það sem þarf að hafa meðferðis er takkaskór, legghlífar, fótboltasokkar, KEPPNISBÚNINGUR, sundföt, sundpoka, handklæði, hlý föt, vatnsbrúsa, Haukahettupeysur (þær sem eiga) og poncho (þær sem eiga).
Peysurnar verða tilbúnar fyrir mótið, þær sem pöntuðu peysu.

Þjálfari dró af handahófi liðsstjóra fyrir liðin. Verkefnið sem liðstjórinn fær er að stilla upp og stýra liði í fjarveru þjálfara eða þangað til þjálfari kemur. Þetta er mikill fjöldi af leikjum og hugsanlegt að einhverjir leikir verði á sama tíma eða að þjálfari er að koma á sama tíma og leikurinn er flautaður á. Liðstjórar liðanna eru skráðir undir hverju liði. 

Bryndís, Rut, Viktoría, Viktoría K, Rakel, 
-Jói (Viktoría)

Emilía, Katla, Lydia, Baldvina, Arna, Lísbet Hekla, 
-Halldór (Arna)

Ef ég er að gleyma einhverri eða einhverja vantar, þá endilega láta mig vita sem allra fyrst !
Liðsstjóra-hlutverkið er eitt af þeim fjölmörgu hlutverkum sem deilast út. Ef allir taka að sér lítið hlutverk er minni vinna sem deilist á alla. Það sem er hvað stærst er: fylgja stelpunum í morgunmat, fylgja stelpunum í kvöldmat, fara með í sund, kvöldvakan. Nú er bara að deila verkum með sér :)

Dagskrá næstu daga

mán 23.júní - æfing kl 16:15

þri 24.júní - Stelpukvöld 6. og 7.fl kvenna
- Stelpukvöldið verður haldið á pizzastaðnum Italiano Pizzeria í Kópavogi (Hlíðarsmára 15). Við ætlum að klæða okkur fínt upp og fara saman á glæsilegt pizzahlaðborð sem kostar 1000kr á haus. Mæting kl 18:00 við innganginn :)
Reiknum með að vera saman í ca klukkutíma. Engin æfing.

mið 25.júní - æfing kl 16:15

fim 26.júní - æfing kl 16:15

fös 27.júní - Undirbúningur fyrir Krókinn.
- Það er misjafnt hvenær fólk leggur af stað á Krókinn, en á föstudagskvöldinu verður farið að græja gistinguna hjá stelpunum og almennt mótastúss. Ég hef gert það að vana mínum að koma á föstudagskvöldinu rétt fyrir svefntíma og ræða við þær um almennar umgengnisreglur, mótið og annað. 

lau 28.júní - Króksmótið
sun 29.júní - Króksmótið

mán 30.júní - Frí á æfingu

Vinamót Fram á morgun !

Vinamót FRAM - Laugardaginn 21.júní
Gervigrasvellinum í Úlfarsárdal, Grafarholti Reykjavík.
Mæting kl 9:30 - Spilum fjóra leiki og klárum um 11:30.
Þær sem mæta eru : Edda, Bryndís, Guðrún Inga, Viktoría Klara, Arna, Ragnheiður, Auður, Karin, Ísabella.
Muna eftir haukatreyju, legghlífum og vatnsbrúsa.
kv. Þjálfarar 

Vinamót Fram laugardaginn 21.júní

Vinamót Fram verður haldið núna á laugardaginn.
Ég er svolítið enþá að halda í vonina um að við náum kannski tveimur liðum og ætla að gera eina lokatilraun til að athuga hverjir komast. Allir nýjir iðkendur eru einnig velkomnir með :)
Kostar ekkert !

Þær sem hafa staðfest : Edda, Bryndís, Guðrún Inga, Viktoría Klara, Arna, Ragnheiður, 

kv. Andri þjálfari
 
P.s. Facebook-síða foreldra má finna með því að ýta hér. Hvet alla til að bæta sér í hana. 

FRÍ 17.júní, Vinamót á laugardaginn

Það er frí í dag 17.júní !
Mig langar að nýta tækifærið og kynna nýjan þjálfara í flokknum, Ragnheiði Berg. Ragga verður með okkur í sumar og er flott viðbót við hópinn okkar :)

Svo verða æfingar miðvikudag og fimmtudag kl 16:15.

Á laugardaginn er svo vinamót FRAM í Grafarholti.
Þær sem ég hef staðfest að ætla að mæta eru :Edda, Bryndís, Guðrún Inga, Viktoría Klara, Arna, Ragnheiður.
Ef það eru einhverjar fleiri sem komast, þá mega þær láta mig vita sem allra fyrst ! Ef það bætast einhverjar við þá getum við bætt við liði en ég þarf að geta tilkynnt þjálfurum Fram það með fyrirvara :)

Njótið dagsins !
kv. Andri þjálfari

Skráning á Vinamót Fram 21.júní

Vinamót FRAM næsta laugardag. Ég þarf að gefa svar eftir helgi hversu margar stelpur ég mæti með. Svona lítur þetta út miðað við svör:

Komast : Edda, Baldvina, Guðrún Inga, Viktoría Klara, Arna,
Kannski : Katla, 
Komast ekki : Lydia, Rut, Louisa, Viktoría J, 

Endilega látið mig vita hvort þær komast eða komast ekki laugardaginn 21.júní. :)
kv. Andri þjálfari

Vinamót Fram laugardaginn 21.júní

Ég er búinn að staðfesta komu okkar á Vinamót Fram :)
Mótið er haldið á gervigrasvellinum í Úlfarsárdalnum í Grafarholti laugardaginn 21.júní og er frá ca 10:00 til 14:00 (en reikna má með að hvert lið sé ekki nema 1 til 2 tíma). Ekkert gjald, bara fjör og fótbolti :)
Til að hafa allt öruggt, þá bið ég ykkur að skrá þær sem komast í athugasemdir.

Upplýsingar um stelpukvöldið fara svo að berast fljótlega ;)
kv. Andri þjálfari

Dagskrá fyrir júní

Nú byrjum við aftur af fullum krafti eftir stutt og gott frí :)

# Sumaræfingar - Þær munu hefjast núna á miðvikudaginn 11.júní en flokkurinn mun æfa mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Æfingatíminn verður kl 16:15 til 17:15.

# Stelpukvöld - Þjálfari er nú að vinna við að skipurleggja smá hópefli / stelpukvöld fyrir flokkinn. Það verður haldið eitthvað kvöldið núna um miðjan júní en allar upplýsingar um það koma inn fljótlega.

# Sauðárkrókur - Landsbankamótið verður haldið í lok mánaðarins. Búast má við því að þetta verði eitt öflugasta króksmótið hingað til miðað við þær fréttir sem okkur hefur borist. Einnig er hægt að fylgjast með upplýsingum um mótið inná www.landsbankamot.wordpress.com/

FRÍ yfir hvítasunnuhelgi

Við ætlum að taka okkur létt frí núna á sunnudaginn 8.júní þar sem þetta er nánast fyrsta útileguhelgi sumarsins og margir sem ætla að gera eitthvað í tilefni þess.
Gott að taka smá frí á þessum tímapunkti þar sem sumaræfingarnar hefjast mjög fljótlega og þá förum við að æfa 4x í viku !
Hvet alla bara til að fylgjast vel með á blogginu eða fésinu eftir helgi :)
Hafið það gott !
kv. Andri

Áfram Haukar !

Minni á æfingarnar okkar:
Miðvikudaga - 16:00 til 17:00
Sunnudaga - 11:00 til 12:00

Sumaræfingarnar hefjast vonandi fljótlega og ég set inn staðfesta tíma um leið og þeir berast.
Það má samt reikna með því að við séum að æfa kringum 16:15 :)

Nú er Króksmótið í lok mánaðarins og það verður eflaust mikið fjör.
Verum dugleg að mæta á æfingar og hafa gaman !
Áfram Haukar ! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband