. - Hausmynd

.

Færsluflokkur: Fjáröflun

Vodafonemótið á sunnudaginn

Vodafonemótið verður haldið núna á sunnudaginn 4.maí.
Mótið er haldið í Fossvogsdalnum í Reykjavík hjá knattspyrnufélaginu Víkingi.
Mótsgjald er 2000kr á haus og er best að foreldrar hittist við völlinn og borgi síðan í einni greiðslu fyrir liðið.
Hér fyrir neðan má sjá liðin, leikina og mætingu.
Munum svo eftir haukatreyju, vatnsbrúsa, legghlífum og haukaskapinu :)

Haukar - Sara Máney, Lydia, Ragnheiður, Katla, Emilía.
Mæting kl 11:20 við gervigrasvöllinn.
Leikjaplan:
11:45 - Ægir/Hamar - Völlur 6
12:45 - Fjölnir - Völlur 6
13:15 - FH - Völlur 5
13:45 - Víkingur - Völlur 5

Haukar - Bryndís, Auður, Guðrún Inga, Rut, Rakel, Viktoría, Edda
Mæting kl 13:50 við gervigrasvöllinn.
Leikjaplan:
14:15 - HK - Völlur 1
14:45 - Þróttur - Völlur 2
15:15 - FH - Völlur 2
16:15 - Selfoss - Völlur 2

Staðalbúnaður + Skráning á mót

Núna þegar sumarið nálgast er gott að hafa vatnsbrúsa við hendina og þá sérstaklega þegar farið er á æfingu. Hvetjum stelpurnar til að hafa með sér vatnsbrúsa enda mikilvægt þegar maður er duglegur á æfingum.
Nú þegar styttist í fyrsta mót sumarsins er gott að hafa allan búnað til taks. Þar á meðal legghlífarnar. Þessi litli og einfaldi búnaður gerir ótrúlega mikið og getur komið í veg fyrir mikil óþægindi sem geta komið óvart uppá í leikjum og á æfingum. Hvetjum stelpurnar líka til að fara að nota legghlífarnar meira.

Vodafonemótið er á sunnudaginn 4.maí hjá stelpunum og auðvitað er enn hægt að skrá sig. Þær sem hafa skráð sig nú þegar eru: Bryndís, Guðrún Inga, Sara Máney, Rut, Lydia, Ragnheiður, Rakel, Katla og Auður.

Minnum svo á æfingarnar okkar sem hafa verið rosalega fjölmennar síðustu skipti, sem er ekkert nema æðislegt !
ÁFRAM HAUKAR !
kv. Þjálfarar

Vodafone-mótið 4.maí

Núna styttist í Vodafone-mót Víkinga, en það verður haldið sunnudaginn 4.maí.
Við erum skráð með 2 lið til leiks.
Mótið er í fossvogsdalnum í Reykjavík og spilað á gervigrasi Víkinga.
Mótsgjald er 2000kr á haus en innifalið er fjöldinn allur af glaðningum og máltíð.

Nú opnum við fyrir skráningu svo allar þær sem vilja vera með á þessu skemmtilega móti mega endilega skrá sig í athugasemdum.

Sjáumst svo hress á æfingum.
kv. Þjálfarar

Áfram með smjörið eftir páskafrí

Vonandi hafa allir haft það gott um páskanna og verið sáttir með málsháttinn sinn :)

Við höldum áfram á fullu og byrjum aftur núna á miðvikudaginn 23.apríl.

Sjáumst hress og kát,
kv. Þjálfarar 


Páskafrí og punktar af fundinum

Punktar af foreldrafundinum í kvöld:
 
# Fréttir af flokknum : Fjöldi á æfingar hefur verið að aukast með hverri æfingu og vonandi að það haldist. Nokkur ný andlit hafa bæst við og flokkurinn aðeins að stækka við sig. Hressar og duglegar stelpur á æfingum.

# Páskafrí : Stelpurnar eru núna komnar í páskafrí og næsta æfing er miðvikudaginn 23.apríl.

# Mótin í sumar : Á fundinum var birtur listi með mótum sumarsins, með staðfestum dagsetningum og verði. Hann leit svona út:
Vodafonemótið – Fossvogur – 3.-4.maí – 2000kr
VÍS-mótið – Laugardal – 24.-25.maí – 2000kr *
Landsbankamótið – Sauðárkrók – 28.-29.júní – 8500kr *
Símamótið – Kópavogi – 17.-20.júlí – 7000kr *
Arionbankamótið – Fossvogi – seinnipart ágúst – 2000kr

Stjörnumerkt mót eru mót þar sem þarf að borga staðfestingagjald.
Á VÍS-mótinu er staðfestingagjaldið 3500kr á hvert lið og við erum skráð með 2 lið. Skráningagjaldið þarf að borga fyrir 20.apríl. Foreldraráð í mótun sér um þessa greiðslu.

# Foreldraráð : Núna er komið að því að foreldraráð þurfi að fara að myndast. Verkefni þess eru ekki mörg en skemmtileg. Þjálfari hvatti til að foreldraráð 6. og 7.fl kvenna gætu unnið svolítið saman þar sem flokkarnir fara á sömu mót og í svipuðum undirbúningi. Þeir/þær/þau sem eru áhugasöm að vera í foreldraráði mega endilega senda Andra þjálfara póst á netfangið aro24@hi.is sem allra fyrst !

# Önnur mál : Þjálfari hvetur foreldra að merkja æfingafatnað stelpnanna svo það megi auðvelda það að flíkurnar komist aftur í réttar hendur ef þær gleymast á æfingum.

Að lokum þakka ég fyrir góðan foreldrafund og óska ykkur gleðilegra páska :)
Sjáumst hress miðvikudaginn 23.apríl og munið eftir aukaæfingunum !
kv. Þjálfarar

Foreldrafundur 14.apríl

Sælir kæru foreldrar,

Mánudaginn 14.apríl verður foreldrafundur í fundarherberginu (Engidalur) á Ásvöllum.
Fundurinn hefst stundvíslega kl 17:30
 
Dagskrá fundarins:
Fréttir af flokknum og af æfingum
Páskafríið
Mót sumarsins
Foreldraráð

Vonumst til að sjá sem flesta !
kv. Þjálfarar

Áfram Haukar !

Við erum að vinna í því að fá æfingaleik núna næstu daga og auðvitað kemur allt beint inná bloggið um leið og það verður ljóst.
Í byrjun maí er svo Vodafonemót Víkins (gamla KFC mótið) svo það nóg að gera og mikið fjör fljótlega !

Minnum svo á æfingatímanna okkar:
Sunnudagur - kl 11:00
Miðvikudagur - kl 16:00
Fimmtudagar - kl 17:15 (fjölgreinaæfing)

Sjáumst hress á vellinum.
kv. Þjálfarar

Ég syng þó falli regn

Það er spáð mikilli rigningu þessa vikunna svo við hvetjum alla til að athuga veðurspánna áður en það er haldið á æfingu. Betra að vera vel búinn ef þessar spár rætast.

kv. Þjálfarar

Frábær mæting í dag

Mætingin á æfingu í dag var frábær. 14 hressar stelpurnar sem voru virkilega duglegar. Það er gaman að sjá svona góða mætingu ásamt nýjum andlitum. Höldum áfram að vera duglegar að mæta á æfingar og svo sakar ekki að bjóða vinkonum með :)

Höldum áfram að bæta okkur með hverri æfingu. Eins og við sögðum á æfingu í dag, þá vann íslenska kvennalandsliðið Svíþjóð í dag í leik um bronsið á Algarve-mótinu. Við eigum margar flottar fyrirmyndir í kvennaboltanum hér á Íslandi :)

Að lokum þá er gott að fara að mynda foreldrafélag í flokknum. Þeir sem hafa áhuga mega endilega senda línu á mig á netfangið aro24@hi.is

kv. Þjálfarar 


Meiri snjór ?

Við leggjum mikla áherslu á að iðkendur mæti VEL klædd á æfingar !
Veðrið er mjög breytilegt milli daga (jafnvel klukkutíma) svo það er mikilvægt að geta komið í veg fyrir að verða kalt. Það getur reynst þjálfurum erfitt að stýra æfingum ef einn til tveir iðkendur, sem eru illa klæddir, geta ekki tekið þátt í æfngunni.

Æfingatímarnir okkar:
Miðvikudagar - kl 16:00
Fimmtudagar - kl 17:10
Sunnudagar - kl 11:00 

Nokkuð góðar líkur á æfingaleik fljótlega.
kv. Þjálfarar

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband