. - Hausmynd

.

Punktar fyrir Sauðárkrók


Hér koma punktar af fundinum fyrir sauðárkrók.
• Við ætlum að reyna að tjalda saman á neðra svæðinu við hliðin á sundlauginni.
• Ákveðið var að foreldrafélagið útvegar nammi fyrir kvöldvökuna.
• Við biðjum foreldra að vera skynsöm í nesta vali og orkudrykkir eru bannaðir.
• Stefnt er að fara með liðin í sund.
• Ákveðið var að foreldrar myndu skipta liðstjórninni á milli sín.
• Liðstjóri fer með liðinu í mat. ( ekki er ætlast til að foreldri fylgi sínu barni í mat)
• Foreldrar þurfa að passa upp á það að barnið mætti tímanlega í leiki. (ákveðið verður eitthver staður sem liðin hittast fyrir leiki, mat og uppákomur)
• Gaman væri að stelpurnar væru fléttaðar
• Haukarnir selja Haukatattoo í afgreiðslunni á ásvöllum.

Þar sem dagurinn er langur hjá stelpunum og byrjar snemma, þá er gott að það væri nokkuð samræmi í svefntímunum hjá þeim og þær væru að fara í háttinn ekki seinna en 22:30. (Kvöldvaka byrjar kl:20:00 á laugardeginum)

Það sem þarf að hafa meðferðis er TAKKASKÓR, legghlífar, fótboltasokkar, fótboltaföt, sundföt, sundpoka,handklæði,hlý föt, vatnsbrúsa, Haukahettupeysur (þær sem eiga) og poncho (þær sem eiga).
Hér fyrir neðan er Dagskrá helgarinnar en leikjaskipan er ekki komið. En þar sem okkar stelpur gista ekki í skólanum mætum við bara á tjaldsvæðið þá ætti leikjaskipan að vera komið og við getum skipulagt hvernig við skiptum með okkur liðstjórnun.
Föstudagur 22. júní
Kl. 18.00 24.00 Liðin mæta í Árskóla, afhending gagna og móttaka liða
Kl. 22:00 Fararstjórafundur
________________________________________
Laugardagur 23. júní.
Kl. 7.30 - 9.30 Morgunmatur
Kl. 9.00 Leikir hefjast
Kl. 11.30 - 13.30 Hádegismatur. Grillað á íþróttasvæðinu.
Kl. 10.00 - 18:00 Sundlaugin opin, liðin geta farið þegar tími gefst milli leikja
Kl. 18:00 Leikjum lýkur
Kl. 17.30 - 19.30 Kvöldmatur
Kl. 20.00 Kvöldvaka
Kl. 22:00 Fararstjórafundur
________________________________________
Sunnudagur 24. júní
Kl. 07.30 - 09.30 Morgunmatur í íþróttahúsi
Kl. 09.00 Leikir hefjast
Kl. 11.30 - 13.30 Hádegismatur
Kl. 15.00 Leikjum lokið og mótsslit

Svo á bara að viðra vel á okkur
Thursday Friday Saturday Shortcuts
Sauðárkrókur 13° 15° 15°

Hlökkum til að sjá ykkur í sólskinsskapi.

Læt númerið mitt fylgja 696-1939 Þórdís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er einhverstaðar hægt að sjá liðin okkar? Ég finn það ekki á blogginu. Er einhverstaðar hægt að sjá hvaða önnur lið keppa á mótinu?

Kv

Torfi (pabbi Röggu)

Torfi Rafn (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 15:39

2 identicon

Hér er slóðin og hægt að sjá hvaða lið keppa og hvenær. Veit hins vegar ekki hvernig stelpurnar raðast niður í þessi 3 lið.

http://www.tindastoll.is/index.php?pid=1437

Kv. Herdís og May

Herdís (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 19:20

3 identicon

Takk Herdís.

Mér sýnist að öll lið byrji klukkan 9:30

Torfi (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband