. - Hausmynd

.

Dagskrá símamótsins

Fimmtudagur 12. júlí
16:30 Byrjað að taka við þátttökugjöldum og afhenda mótsgögn í nýju stúkunni.
17:30 - 19:15 Kvöldmatur í Smáranum fyrir lið sem gista*
19:30 Skrúðganga leggur af stað frá Digraneskirkju að Kópavogsvelli
20:00 Setning á Kópavogsvelli
21:00  Fundur fyrir þjálfara og liðsstjóra í nýju stúkunni, efstu hæð

Föstudagur 13. júlí
07:00–10:00 Morgunmatur fyrir lið sem gista*
09:00–18:30 Leikið í riðlum
17:30–19:15 Kvöldmatur í Smáranum fyrir lið sem gista*

Breiðablik - Stjarnan Borgunarbikar M.fl. kvenna á Kópavogsvelli kl 19:15

Laugardagur 14. júlí
07:00–10:00 Morgunmatur fyrir lið sem gista*
09:00–18:00 Leikið í riðlum
17:00-19:00 Grill fyrir keppendur og aðra mótsgesti við nýju stúkuna
18:30 Landsliðið – Pressan á Kópavogsvelli (valið úr 5. flokki)
19:30 Skemmtun í Smáranum. Blár Ópal, Friðrik Dór og Regína Ósk.

22:00–00:00 Fararstjórakvöld fyrir þjálfara, fararstjóra og foreldra í Smáranum, 2. hæð.

Sunnudagur 15. júlí
07:00–10:00 Morgunmatur fyrir lið sem gista*
09:00–15:30 Leikið í riðlum og úrslitakeppni (verðlaunaafhending úti á völlum strax að leikjum loknum)

* hægt að kaupa staka máltíð

 Verðlaunaafhending: Verðlaun (bikarar, gull, silfur og brons) verða afhent strax að úrslitaleikjum loknum líkt og í fyrra. Þetta er fyrst og fremst gert til að liðin utan af landi geti lagt fyrr af stað heim. Viðurkenningarpeningar verða afhentir við greiðslu þátttökugjalda og háttvísiverðlaun á skemmtuninni á laugardagskvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukar - 7.flokkur kvenna

Á fimmtudaginn kl. 15:00 ætlum við að hittast á Ásvöllum og hafa FLÉTTUTÍMA. Þar mega allar mæta og fá fléttur. Við óskum jafnframt eftir mömmum til að flétta, pabbar líka velkomnir (-:. Ákveðið hefur verið að gera margar fastafléttur aftur og síðan tagl fyrir þær sem vilja flétta heima.

Muna eftir TATTOO og/eða lit í framan (-:.

Haukar - 7.flokkur kvenna, 11.7.2012 kl. 19:07

2 Smámynd: Haukar - 7.flokkur kvenna

Stelpurnar fá hádegismat á föstudeginum (lasagne) og laugardeginum (pizza) en á milli mála þurfa foreldar að vera með mat handa sínu barni.

Allir orkudrykkir eru bannaðir. Það besta sem íþróttamaður drekkur er VATN og því mikilvægt að hafa með sér vatnsbrúsa. Ef veður verður eins gott og spáð er þá er mikilvægt að drekka mikið vatn alla helgina.

Á laugardagskvöldinu verður kvöldvaka og verður nánar talað um hana síðar.

Munum að gefa stelpunum hollan og góðan mat milli mála. Ekki er í boði að vera með kex eða önnur sætindi.

Haukar - 7.flokkur kvenna, 11.7.2012 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband