. - Hausmynd

.

Æfingargjöld

Kæru forráðamenn/foreldrar

 

Mig langar að byrja á því að þakka þeim sem komu á Haukadaginn okkar fyrir komuna. Frábært að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta – svona gerum við gott félag betra.

 

Nú er komið að greiðslum æfingagjalda fyrir tímabilið 2012-2013.

Hafnarfjarðarbær ákvað að taka sama kerfi, Nóra, og við höfum verið að nota í eitt og hálft ár. Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur öll því þarna sameinast greiðslur æfingagjalda og niðurgreiðslur. Það verður því þannig að forráðamenn greiða mismuninn á æfingagjöldum og niðurgreiðslum, sem dæmi:

Iðkandi í 7. flokki í knattspyrnu, æfingagjald 45.000

Niðurgreiðslan er 20.400 (12 x 1.700)

Forráðamenn borga því 45.000-20.400 sem gera 24.600.

Bærinn mun því greiða okkur beint mismuninn – allt mun einfaldara og betra.

 

Hafnarfjarðarbær er ekki tilbúin með kerfið og því vil ég biðja forráðamenn að bíða rólega þar til ég sendi út tilkynningu um að það sé í lagi að byrja að ganga frá æfingagjöldum.

Þá sendi ég ykkur einnig skýringu á því hvernig þetta er gert en til að gera langa sögu stutta í fyrstu adrennu þá er þetta allt gert í gegnum haukar.is.
Nú þurfið þið ekki að fara á íbúagátt þrisvar yfir árið eins og verið hefur.

Nánari útskýringar koma í póstinum þegar ég tilkynni ykkur að kerfið sé tilbúið.

 

 

 

 

Með bestu kveðju,

 

Guðbjörg Norðfjörð

Íþróttastjóri Hauka

gudbjorg@haukar.is

s: 525-8702/861-3614

Fax: 525-8709

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband