Slúttið
Eftir helgi munum við enda þetta tímabil okkar með pomp og prakt. Þetta tímabil hefur verið mjög skemmtilegt og því við hæfi að enda það á sömu nótum.
Á miðvikudaginn, 17.sept, förum við saman í keilu í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og fáum okkur pizzu saman. Þetta verður í staðinn fyrir æfingu þennan dag.
Við eigum pantaðar keilubrautir frá 16:00 til 17:00 og pizzupartý eftir það í Keiluhöllinni. Gott að vera mætt rétt fyrir 16 í Öskjuhlíðina.
Verð verður á bilinu 1000-1200kr en það ræðst allt af því hversu margar mæta. Því fleiri því betra :)
Allir að skrá sig sem ætla að mæta
Skiptin
Eftir Slúttuð á miðvikudaginn, verða flokkaskiptin hjá okkur.
2006 árgangurinn mun ganga upp í 6.fl og getur fundið slóð á bloggið þeirra hér hægra meginn á síðunni.
2007 árgangurinn færist upp á eldra ár.
2008 árgangurinn koma nýjar inn og verða yngra árið sem við bjóðum velkomnar
Skráning
Skráningar fyrir nýja tímabilið sem er að fara af stað, eru byrjaðar.
Skrá þarf í gegnum Mínar síður á vef Hafnarfjarðarbæjar en það er eina leiðin til þess að nýta niðurgreiðsluna frá Hafnarfjarðarbæ.
Hægt er að nálgast skráninguna inni á http://haukar.is/ (stór rauður gluggi til hægri á síðunni Skráning og greiðsla æfingagjalda Mínar síður) eða á http://www.hafnarfjordur.is/minar-sidur/. Viljum við hvetja forráðamenn til þess að skrá iðkendur inn sem fyrst og fullnýta þannig niðurgreiðsluna frá Hafnarfjarðarbæ.
Ef eitthvað er óljóst eða ef ykkur vantar aðstoð á einhvern hátt, þá endilega hafið samband við Bryndisi, bryndis@haukar.is eða í síma 525-8702 og hún aðstoðar ykkur.
Flokkur: Fjáröflun | 14.9.2014 | 14:58 (breytt 15.9.2014 kl. 12:30) | Facebook
Athugasemdir
Auður Lilja mætir í keilu :)
Lára Kristín Björgúlfsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 14:59
Hæ hæ , það er landsleikur í kvenna boltanum akkúrat á þessum tíma og Rakel Lilja er að fara að leiða inn á völlinn svo hún kemur ekki. Hún segir að hún fái ekki að fara yfir í 6. Flokk því hún sé svo nybyrjuð, er eitthvað til í því?
Hjördís (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 19:32
Svar til Hjördísar
Allar þær stelpur sem eru fæddar 2006 færast upp í 6.fl, sama hvort þær séu búnar að æfa stutt eða í lengri tíma :)
Andri (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 08:03
Hekla Sif mætir í keilu
Brynja Sif Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 19:21
Katla mætir í keiluna.
Stefán Georgsson (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 20:15
Arna Hólmfríður mætir
Arna Hólmfríður (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 20:55
Gabija Sól mætir, en gátum ekki skráð hana á Facebook.
gabija sól (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 22:16
Sara Máney mætir :)
Rakel Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.