. - Hausmynd

.

Næsta æfing á þriðjudaginn

Takk fyrir samveruna um helgina stelpur og foreldrar :)

Við ætlum að gefa frí á mánudaginn til að jafna okkur aðeins eftir fótboltahelgina og því verður næsta æfing á þriðjudaginn kl 16:15 !

kv. Þjálfarar 


Króksmótið 2013 - Lið og upplýsingar

Núna er Króksmótið nánast handan við hornið og spenna sumarsins að ná hámarki. Ef leikmenn eru jafn spenntir og þjálfarar þá má segja að um háspennu sé að ræða ! Miklar framfarir hafa átt sér stað á æfingum og margir leikmenn farnir að sýna á sér nýtt andlit hvað varðar fótboltan.
Við komum því enn og aftur á framfæri að aðalmarkmið flokksins verður að hafa gaman og læra að spila fallegan og skemmtilegan fótbolta !
Á mótum sumarsins verður fagnað mörkum, glaðst og notið þess að iðka eina skemmtilegustu íþrótt heims. Þegar þessir leikmenn taka höndum saman fær gleðin að ráða og njóta sín í botn. Við þjálfarar og foreldrar erum fyrirmynd þessara stelpna. Þær hafa sýnt það að þær eru félaginu til mikils sóma og hafa einnig sýnt okkur að þær eru með mikla hæfileika í fótbolta. Við getum því sagt að markmið okkar ALLRA verður að hrósa, hvetja og fagna saman !  

Við erum með 2 lið á mótinu í 7.fl sem þýðir að allar stelpurnar fái allaveg helling af spiltíma og nóg að gera :)
Við höfum ákveðið að hvert lið fái "umboðsmann" en hlutverk hans verður að halda hópnum saman og tilbúnu við vellina þegar liðin fara að spila og geta stokkið inní ef okkur þjálfurum seinkar. Einnig fær "umboðsmaðurinn" að stjórna blaðamannafundum liðsins og halda eiginhandaáritunum í lágmarki.

Haukar A - Brasilía
Sara K, Kristín, Laufey, Sóley Lind, Emilía, Eva, Viktoría J og Viktoría K.
Umboðsmaður: Jóhann Unnar Sigurðsson

Haukar B - Argentína
Bryndís, Edda, Krista, Guðrún, Louisa, Rakel, Telma og Sóley Líf.
Umboðsmaður: Starf laust

Ef einhver hefur gleymst í upptalingu liðanna er það ekkert persónulegt og fyrirfram afsökunarbeiðni send. En ef einhvern vantar má endilega láta vita tímanlega :)
Að lokum minnum við á að hafa takkaskó, legghlífar, haukatreyju og vatnsbrúsa með í leikina. Hlökkum til að sjá ykkur öll á króknum !
Kv. Þjálfarar

Ábending - Haukaponsjó og buff

Vakin er athygli á því að í Rúmfatalagernum fást flísponsjó (st. 8 ára) í hinum fallega (alfallegasta) rauða Haukalit. Hægt er að láta merkja þau svo með Hauka-merkinu og nafni barns hjá Óli Prik (www.oliprik.is). Ponsjóið kostar rétt um kr. 2000, merkingin er á 1500. Tilvalið fyrir stelpurnar að eiga á milli leikja. Smile

Merkingin tekur um 1-2 daga eins og stendur, svo þeir sem vilja ættu að geta nælt sér í fyrir Landsbankamótið næstu helgi.

Hjá Óla Prik fást einnig vönduð og þykk buff í nýju Haukalitunum, þ.e. svört og rauð, fæst merkt að sama skapi (kostar tæpar kr. 3000).

Kveðja,

Foreldraráð.


Skráning á Króksmótið og dagskrá næstu daga

Samkvæmt okkar upplýsingum eru eftirtaldar stelpur skráðar á Króksmótið:
Bryndís, Edda, Emilía, Eva, Guðrún Inga, Krista, Kristín, Laufey, Rakel, Sara Katrín, Sara Máney, Sóley Lind, Telma, Viktoría Jóhannsdóttir,
Ef það er eitthvað rangt eða vantar í upplýsingarnar hjá okkur má endilega skilja eftir skilaboð í athugasemdum. Þegar allt er orðið staðfest, verður hægt að setja í lið.

Dagskráin okkar næstu daga lítur svona út :
Mán 24.júní - Æfing
Þri 25.júní - Æfing
Mið 26.júní - Frí á æfingu
Fim 27.júní - Frí á æfingu
Fös 28.júní - Ferðalag á Krókinn
Lau 29.júní - Króksmót
Sun 30.júní - Króksmót
Mán 1.júlí - Frí á æfingu
Þri 2.júlí - Frí / Æfing
Mið 3.júlí - Æfing
Fim 4.júlí - Æfing

Allir að vera duglegir að fylgjast með bloggsíðunni næstu daga.
kv. Þjálfarar 


Næstu dagar og mót

Vonum að allir hafi haft það gott um helgina og á 17.júní :)

Minnum á æfingarnar næstu daga:
Þri-Mið-Fim kl 16.15 til 17.15

Króksmótið okkar ! Mikil tilhlökkun eftir því höfum við heyrt, enda skemmtilegt mót og flott lið sem við förum með. 6.fl er með skráð 3 lið og hérna fyrir neðan er blogg frá foreldraráðinu með upplýsingar fyrir mótið. Endilega kíkið á það og verið svo öll dugleg að fylgjast með blogginu þennan mánuðinn :)

kv. Þjálfarar


Skrúðganga 17.júní - Áskorun á Hauka

Íþróttafélög Hafnarfjarðarbæjar hafa verið hvött til að fjölmenna í búning félagsins eða sem sagt í einhverju merktu Haukum í 17.júní skrúðgönguna. Ekki viljum við að vinir okkar geri hana svart-hvíta :)
Haukarnir skorast ekki undan áskorun svo Haukafólk! Fjölmennum í skrúðgönguna á þjóðhátíðardegi okkar 17.júní og gerum skrúðgönguna "rauða"
Endilega mætið í Haukatreyju út á heimavöll Hauka, Ásvelli, kl 12:45 og finnið Haukafánann eða annað merkt Haukum og göngum saman í skrúðgöngunni.
Sköpum góða stemmingu og verum langflottust

Áfram Haukar !!
 
P.s. FRÍ á æfingu þennan dag 

KRÓKSMÓTIÐ SAUÐÁRKRÓKI 2013

Mótið er dagana 29-30. Júní 2013

 

Við stefnum að því að vera með 2 lið skráð í 7.flokki

Þátttökugjald er kr. 10.000 sem verður að greiða í síðasta lagi á þriðjudaginn 18. Júní.

 

Inná reikning 0140-05-071100

KT:2604784519

 

MJÖG MIKILVÆGT ER AÐ SETJA NAFNIÐ Á STELPUNNI Í SKÝRINGU ÞAÐ SPARAR OKKUR VINNU AÐ FINNA ÚT HVER ER BÚIN AÐ BORGA

 

Stelpurnar fá hádegismat og kvöldmat. Þess á milli eru stelpurnar á vegum foreldra og fararstjóra hverju sinni. Við viljum biðja ykkur um að gefa þeim ekki sælgæti, orkudrykki eða annað sambærilegt. Þær þurfa jákvæða orku því þetta verða langir dagar. Ef til vill munum við hafa eitthvað gott handa þeim til að taka með á kvöldvökuna.

 

Stefnt er að því að vera á tjaldstæðinu hjá sundlauginni (neðra tjaldsvæðið), svo það sé hægt verður einhver að vera kominn snemma og taka frá svæðið fyrir flokkana, ef einhver bíður sig fram í slíkt þá megið þið gjarnan smella athugasemd í bloggið eða vera í samband við foreldraráðið. 

 

Stelpurnar gista á tjaldsvæðinu hjá foreldrum eða forráðamönnum, 6.flokkur gistir í skólaum.

Hvetjum ykkur að vera dugleg að fylgjast með blogginu næstu vikur.

 

Kveðja foreldraráð.


Sumaræfingarnar taka gildi

Frá og með morgundeginum (10.júní) taka sumaræfingar flokksins gildi :)
Við munum héðan í frá æfa kl 16:15 til 17:15 á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum !

ATH !
Engin æfing verður mánudaginn17.júní sem er þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga :)

kv. Þjálfarar 


Punktar fyrir næstu daga

# Það er engin æfing hjá 7.fl kvenna í dag, fimmtudaginn 6.júní 

# Æfingin núna á sunnudaginn er síðasta helgaræfingin okkar. Hvetjum því allar til að mæta á skemmtilega síðustu sunnudagsæfinguna okkar saman :) 

# Sumartímar flokksins hefjast á mánudaginn eftir helgi. Þeir líta svona út:
    Mán - Þri - Mið - Fim  -  kl 16:15 til 17:15

# Fyrir iðkendur og foreldra: Ef þið sjáið þjálfaranna ekki á gervigrasinu, muna að kíkja alltaf á grasið, því það er líklegt að við munum æfa þar í sumar. 

kv. Þjálfarar 


Æfingar næstu daga

Minnum á æfinguna á sunnudaginn

Á Ásvöllum kl 12.00 !!

kv. Þjálfarar 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband