. - Hausmynd

.

Færsluflokkur: Fjáröflun

Æfingargjöld

Kæru forráðamenn/foreldrar

 

Mig langar að byrja á því að þakka þeim sem komu á Haukadaginn okkar fyrir komuna. Frábært að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta – svona gerum við gott félag betra.

 

Nú er komið að greiðslum æfingagjalda fyrir tímabilið 2012-2013.

Hafnarfjarðarbær ákvað að taka sama kerfi, Nóra, og við höfum verið að nota í eitt og hálft ár. Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur öll því þarna sameinast greiðslur æfingagjalda og niðurgreiðslur. Það verður því þannig að forráðamenn greiða mismuninn á æfingagjöldum og niðurgreiðslum, sem dæmi:

Iðkandi í 7. flokki í knattspyrnu, æfingagjald 45.000

Niðurgreiðslan er 20.400 (12 x 1.700)

Forráðamenn borga því 45.000-20.400 sem gera 24.600.

Bærinn mun því greiða okkur beint mismuninn – allt mun einfaldara og betra.

 

Hafnarfjarðarbær er ekki tilbúin með kerfið og því vil ég biðja forráðamenn að bíða rólega þar til ég sendi út tilkynningu um að það sé í lagi að byrja að ganga frá æfingagjöldum.

Þá sendi ég ykkur einnig skýringu á því hvernig þetta er gert en til að gera langa sögu stutta í fyrstu adrennu þá er þetta allt gert í gegnum haukar.is.
Nú þurfið þið ekki að fara á íbúagátt þrisvar yfir árið eins og verið hefur.

Nánari útskýringar koma í póstinum þegar ég tilkynni ykkur að kerfið sé tilbúið.

 

 

 

 

Með bestu kveðju,

 

Guðbjörg Norðfjörð

Íþróttastjóri Hauka

gudbjorg@haukar.is

s: 525-8702/861-3614

Fax: 525-8709

Haukadagurinn er á laugardaginn

 

Laugardaginn 1.september munum við vera með Haukadag í samstarfi við foreldrafélag Hraunvallaskóla.

Haukadagurinn verður hér á Ásvöllum frá kl. 13:00-16:00. Ýmislegt verður við að vera og bjóðum við alla velkomna til að sjá okkar blómlega starf.
Það sem verður meðal annars í boði er:
Æfingatöflur deildanna verða gerðar opinberar.
Kynning frá deildum Hauka sem eru sex talsins, knattspyrnudeild, handknattleiksdeild, körfuknattleiksdeild, karatedeild, almenningsdeild og skákdeild. Þjálfarar verða á staðnum til að svara spurningum um flokkana.
Hægt verður að skrá og ganga frá æfingagjaldi.
Þrautabrautir fyrir yngstu krakkanna.
Keppnisþrautir og tímatökur.
Kynning á N1 bensínkorti.
Kynning á Haukum í horni.
Kynning á getraunastarfinu okkar.
Hvað er foreldrafélag?
Hvað er skólaráð?
Almenningsdeildin ætlar að vera með uppákomu hér fyrir utan.
Allir fá eitthvað í svanginn.

Allir að mæta og gera sér glaðan dag á ásvöllum

 

kv. Steini og Andri (við verðum á svæðinu)

Ps. hef heirt að það verði pylsur og ýmis glaðningur fyrir krakkana 


Haukadagurinn er á laugardaginn

Á laugardaginn verður Haukadagurinn haldin á ásvöllum og stendur gamanið frá 13-16.

Ég mun setja inn nánari upplýsingar síðar

 

kv. Steini


Haukar-Sindri

Á morgun föstudag er leikur hjá meistaraflokki kvenna Haukum. Stelpurnar óskuðu eftir því að fá stelpurnar í 7. flokki til að leiða inn á völlin fyrir leik (aldrei tapað þegar 7.fl leiðir inná). Þegar við erum búnar að leiða inn á þá setjumst við í stúkuna og horfum á leikinn saman.

 

Nú er um að gera að mæta og styðja stelpurnar okkar til sigurs á morgun 

 

endilega skráið ykkur hér

 

kv. Steini og Andri


Arionbankamótið

Við viljum þakka ykkur fyrir frábært mót um helgina. Stelpur þið stóðuð ykkur frábærlega Smile

minnum á að æfingar halda áfram óbreyttar þangað til við auglýsum annað

 

kv. Steini og Andri


Leikjaplanið á arion

Jæja þá er leikjaplanið komið. Lið 1 spilar á laugardegi en lið 2 á sunnudegi

Haukar 1 laugardaginn 18

11.30 Haukar-Reynir sandgerði

12.00 Haukar-Stjarnan

12.30 Haukar-Vikingur

13.00 Haukar-FH

13.30 Haukar-Grótta

Það er mæting hjá liði 1 í víkina kl.10.45 fyrir framan aðalingangin í íþróttarhúsið

 

Haukar 2 Sunnudaginn 19

9.15 Haukar-Fjölnir

9.45 Haukar-Keflavík

10.15 Haukar-FH

10.45 Haukar-Stjarnan

11.15 Haukar-Selfoss

Það er mæting hjá liði 2 í víkina kl.8.00 fyrir framan aðalingangin inn í íþróttahúsið

 

 

 

 

 


Liðin á Arionbankamótinu

Lið 1 Elín Klara, Berglind, Alexandra, May, Rannveig, Bryndís, Sara, Bjarney, Mikaela

Lið 2 Kristín, Auður, Ragga, Thelma, Sylvía, Sólveig, Laufey, Eva, Lilja, Sóley

Svo er bara að mæta með góðaskapið og hafa gaman í víkinni

kv. Steini og Andri

Setjum inn leikjaplanið um leið og það kemur


Arionbankamótið Skráning

Arionbankamótið verður haldið helgina 18-19 ágúst. Við tókum þátt í þessu móti í fyrra og var það mjög flott. Mótið tekur ca 3 klst. og fá allir þátttakendur verðlaun

Nú er umm að gera að skrá sig og taka þátt því að þetta gæti orðið síðasta mót sumarsins Smile

 

kv. Steini og Andri


Sumarfrí

Í dag fimmtudag er síðasta æfing fyrir sumarfrí.

Æfingar hefjast aftur miðvikudaginn 8.ágúst kl 16.15

Verið duglegar að æfa ykkur í sumarfríinu 

Hlökkum til að sjá ykkur aftur með full hlaðin batterí

kv. Steini og Andri 


Takk fyrir frábæra helgi

Viljum þakka ykkur fyrir frábæra helgi á símamótinu þar sem 7 flokkur kvenna og allir aðstandur hans voru Haukum til mikils sóma

 

Það verða æfingar út þessa viku en síðan förum við í 2 vikna frí 

 

kv. Steini og Andri


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband