. - Hausmynd

.

Færsluflokkur: Fjáröflun

Nóg að gera hjá okkur :)

Góðan daginn góða fólk !
Hérna er það helsta sem er á dagskrá hjá okkur fyrir utan æfingarnar:
Mánudagurinn 24.nóv - Foreldrafundur kl 17:30 (helstu mál: fréttir af æfingum, mót sumarsins, stofnun foreldraráðs o.fl.).
Sunnudagurinn 30.nóv - Æfingaleikur í Grindavík kl 13:30 (mæting 15 mín fyrir settan tíma).
Laugardagurinn 13.des - Jólamót Fjölnis í Egilshöll

Þið megið endilega skrifa í athugasemdir hvort ykkar stúlka komist í æfingaleikinn, jólamótið eða bæði ;)
Einnig er planið að taka vídeóhitting og erum við að pæla að hafa hann frekar jólalegan. Nánar um hann aðeins síðar.

Góða helgi !
kv. Andri


Staðfestir æfingatímar

Þessir snillingar okkar halda áfram að standa sig þvílíkt vel á æfingum.
Rosalega duglegar og kurteisar með meiru.

Þar sem æfingataflan okkar breyttist talsvert í síðustu viku ætla ég bara að staðfesta tímanna okkar:
Miðvikudagar 16:15 til 17:15 (Gervigrasið Ásvellir)
Fimmtudagar 18:00 til 19:00 (Hraunvallaskóli)
Sunnudagar 13:00 til 14:00 (Risinn FH)

Sjáumst hress á æfingum :)
kv. Andri og Gummi


Sunnudagsæfingin í Risanum

Stelpurnar voru virkilega duglegar á fyrstu æfingunni okkar í Hraunvallaskóla núna í kvöld :)
Fóru eftir öllum settum reglum hússins og virtust skemmta sér vel.

Á sunnudaginn verður fyrsta æfingin okkar í Risanum (litla knattspyrnuhúsið hjá FH).
6. og 7.flokkur kvenna munu bæði æfa frá kl 13:00 til 14:00. Hóparnir verða samt aðskildir og æfingarnar vel skipurlagðar fyrir hvorn flokk fyrir sig.
Það gilda sömu reglur um fatnað í Risanum og á æfingum á Ásvöllum, klæða sig vel og taka húfu og vettlinga með. Það getur verið kalt þar inni en stelpurnar eru fljótar að ná í sig hita þegar þær fara að hreyfa sig. Í Risanum erum við allavega laus við vind og úrkomu ;)

Sjáumst hress á sunnudaginn kl 13:00
kv. Andri og Gummi


Dagskrá þessa vikuna (10.-16.nóv)

 

Mánudagur 10.nóv - Æfing kl 16:15 til 17:15
Miðvikudagur 12.nóv - Æfing kl 16:15 til 17:15
Fimmtudagur 13.nóv - Fyrsta inniæfing í Hraunvallaskóla kl 18:00 til 19:00.
Sunnudagur 16.nóv - Æfing kl 10:30 til 11:30

Í þessari verður sumsé fyrsta inniæfing vetrarins í Hraunvallaskóla og síðasta útiæfingin (í bili) á mánudögum.

Það verður einhver smá bið eftir því hvort við komumst í Risann á sunnudögum.

Á fimmtudagsæfingunum er langbest að mæta með innanhússkó og þæginlegum fötum til að hreyfa sig í.
Og að lokum hvet ég svo alla til að mæta vel klædd á æfingar áfram ;)

kv. Þjálfarar


Hrós, hittingur, facebook-síðan og könnun

Stelpurnar eiga hrós skilið. Þær hafa mætt virkilega vel og verið rosalega duglegar á æfingum. Svo skemmir ekki fyrir að þær eru bæði hressar og kurteisar :) Áfram svona !

Það verður vídeó-hittingur hjá okkur fljótlega, nánar um það síðar.

Minni á facebook síðu flokksins: Haukastelpur 7 flokkur.
Smá könnun : hverjir kíkja reglulega á bloggið okkar, megið endilega skrifa nafn fótboltastúlkunar ykkar í athugasemdir.

Að lokum langar mig að fá ykkur foreldra í lið með mér til að reyna að fjölga í flokknum. Það er vissulega skemmtilegra fyrir stelpurnar að hafa fleiri á æfingum ásamt því að þær fá mikið meira út úr þeim.

kv. Þjálfarar

Breytingar á æfingatímum á sunnudögum

Það verður smá breyting á æfingatímunum okkar á sunnudögum.
Vegna áreksturs hjá 6.fl við handboltan eru sömu árgangar að æfa á sama tíma í handbolta og fótbolta.
Við ætlum að leysa það með því að svissa okkar tímum við 6.fl kvenna.
Við munum því æfa á sunnudögum kl 10:30 til 11:30 héðan í frá.
Endilega látið orðið berast :)

Æfingatafla eftir breytingu:
Mánudagar - 16:15 til 17:15
Miðvikudagar - 16:15 til 17:15
Sunnudagar - 10:30 til 11:30

kv. Andri þjálfari

Vinkonuávísanir

Á næstu æfingum munum við dreifa svokölluðum vinkonuávísunum.
Þær virka þannig að stelpurnar fá að bjóða vinkonu að koma með sér á æfingar.
Þegar við tölum um að bjóða vinkonum á æfingar þá erum við að tala um stúlkur fæddar 2007-2008 eða þær sem eru gjaldgengar í flokkinn :)

Stelpurnar mega fá eins margar ávísanir og þær vilja og við tökum auðvitað alltaf vel á móti nýjum andlitum !

Minnum á mikilvægi þess að klæða sig vel fyrir allar æfingar og minnum einnig á að það gæti verið sniðugt að hafa buff um hálsinn þessa daganna. Þá gætu stelpurnar nýtt buffið til að hylja munn og nef finni þær fyrir mögulegum óþægindum frá gosinu.
Yfirþjálfarar knattspyrnudeildar fylgjast vel með gangi mála og taka stöðuna hverju sinni og láta okkur vita. 

kv. Þjálfarar

Fréttablogg

#1 - Fréttir af flokknum
Það er búin að vera flott mæting á síðustu æfingar sem einkennast af hressum og duglegum haukastúlkum. Guðmundur Jón Viggósson hefur verið mér til aðstoðar á síðustu æfingum og mun gegna því hlutverki áfram. Ný andlit sjást reglulega og það eru auðvitað allir velkomnir á æfingar til okkar :)

#2 - Klæða sig vel
Nú þegar tekur að kólna er mjög gott að vera vel klædd. Það getur verið gott að taka einni flík of mikið með á æfingu heldur en að vanta. Húfa og vettlingar eru mjög góðir vinir yfir vetrartímann :)

#3 - Varðandi æfingatíma
Á næstu dögum skýrist með inniæfingar í vetur. Það yrði samt líklegast ein æfing í viku sem væri inni í íþróttasal en það er betra en ekkert. Varðandi sunnudagsæfingarnar er líklegt að 6. og 7.fl víxli æfingatímum til að losna við árekstra við æfingatíma í handboltanum. 

#4 - Facebooksíða foreldra
Langar að minna á facebook síðu foreldra (þar sem þjálfarinn er reyndar duglegur að troða sér að). Með því að setja Haukastelpur 7 flokkur í leitarorð má finna hópinn :)

#5 - Auglýsing á Frístundaheimili Hauka
Frístundaheimili Hauka er opið alla virka daga kl. 13:00-17:00 og á skertum skóladögum er opið frá 9:00-17:00. Börnin eru sótt í skólann, gangandi ef veður leyfir, annars á rútu. Börnin fá síðdegishressingu (brauð og ávexti) á meðan dvölinni stendur. 
Á frístundaheimilinu er farið í alls konar hreyfileiki, glímt við þrautir, leikið með ýmis áhöld og alltaf í boði að taka því rólega og lita, spila, læra o.þ.h. Aðstaða frístundaheimilisins er samkomusalurinn, íþróttasalurinn og umhverfið í kring (úti). Börnunum er fylgt á æfingar og aftur á frístundaheimilið, ef það á við.
Umsjónarmaður frístundaheimilisins (Erna) er íþrótta- og heilsufræðingur með próf í skyndihjálp og björgun. Hún hefur einnig reynslu af því að vinna með börnum og unglingum, meðal annars í forvarnarfræðslu.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Hauka og með því að senda póst á erna@haukar.is
 
kv. Andri þjálfari 

Nú þegar kólna tekur

Minni á sunnudagsæfinguna á morgun :)

Núna þegar október hefur gengið í garð er mikilvægt að muna að klæða sig eftir veðri !
Ég legg mikið upp úr því að iðkendur séu vel klæddir og þegar það er kalt úti er mun betra að klæða sig í einni flík of mikið heldur en að vanta ;)

Húfa og Vettlingar er gott tvíeyki !

Miðvikudagur 1.okt

Svona er staðan kæra fólk:
Þar sem ég bý ekki í Hafnafirði er erfitt fyrir mig að meta aðstæður hverju sinni og því treysti ég alfarið á starfsfólk og þjálfara Hauka.

Veðurspáin er ekki góð og miðað við spá er ekkert í kortunum um að það dragi úr þessu.
Ég veit að 7.fl karla er að fresta sinni æfingu í þessum töluðu orðum.
Ég verð niðurfrá á Ásvöllum í dag en það sem ég heyrir er að það sé ekki hægt að vera úti á gervigrasinu. Plássið inni á Ásvöllum er ekki mikið svo lítið hægt að gera ef veður verður snarbrjálað.

Niðurstaðan: Ég verð niðrá Ásvöllum en miðað við það sem ég heyri er lítið hægt að gera.

Vona að þessi skilaboð komast áleiðis og hvet ykkur að láta orðið berast.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband