. - Hausmynd

.

Færsluflokkur: Fjáröflun

Engin æfing í dag, mánudaginn 29.sept

Vegna mikils óveðurs í dag verður engin æfing !
Stelpurnar fá þar af leiðandi frí, enda hefur veðurstofa og lögregla bent á að það sé betra að vera innandyra meðan þessi lægð gengur yfir.
Endilega látið orðið berast :)

Á miðvikudaginn er spáð annarri lægð, en við metum stöðuna þá.
kv. þjálfarar

Tímabilið 2014/2015 hafið !

Við þökkum 2005 árgangnum fyrir samveruna og óskum þeim góðs gengis í 6.fl

Nú hefst nýja tímabilið í 7.fl hjá árgöngum 2007 og 2008.
Æfingatímarnir:

Sunnudagar - 11:30 til 12:30
Mánudagar - 16:15 til 17:15
Miðvikudagar - 16:15 til 17:15

Það gætu orðið örlitlar breytingar á æfingatímum í byrjun október, en það verður allt tilkynnt með góðum fyrirvara. 

Sjáumst hress á æfingum í vetur :)
kv. Andri þjálfari 


S-in þrjú: Slúttið, Skiptin og Skráning

Slúttið
Eftir helgi munum við enda þetta tímabil okkar með pomp og prakt. Þetta tímabil hefur verið mjög skemmtilegt og því við hæfi að enda það á sömu nótum. 
Á miðvikudaginn, 17.sept, förum við saman í keilu í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og fáum okkur pizzu saman. Þetta verður í staðinn fyrir æfingu þennan dag.
Við eigum pantaðar keilubrautir frá 16:00 til 17:00 og pizzupartý eftir það í Keiluhöllinni. Gott að vera mætt rétt fyrir 16 í Öskjuhlíðina.
Verð verður á bilinu 1000-1200kr en það ræðst allt af því hversu margar mæta. Því fleiri því betra :)
Allir að skrá sig sem ætla að mæta 

Skiptin
Eftir Slúttuð á miðvikudaginn, verða flokkaskiptin hjá okkur.
2006 árgangurinn mun ganga upp í 6.fl og getur fundið slóð á bloggið þeirra hér hægra meginn á síðunni.
2007 árgangurinn færist upp á eldra ár.
2008 árgangurinn koma nýjar inn og verða yngra árið sem við bjóðum velkomnar

Skráning
Skráningar fyrir nýja tímabilið sem er að fara af stað, eru byrjaðar. 
Skrá þarf í gegnum „Mínar síður“ á vef Hafnarfjarðarbæjar en það er eina leiðin til þess að nýta niðurgreiðsluna frá Hafnarfjarðarbæ. 
Hægt er að nálgast skráninguna inni á http://haukar.is/ (stór rauður gluggi til hægri á síðunni „Skráning og greiðsla æfingagjalda – Mínar síður“) eða á http://www.hafnarfjordur.is/minar-sidur/. Viljum við hvetja forráðamenn til þess að skrá iðkendur inn sem fyrst og fullnýta þannig niðurgreiðsluna frá Hafnarfjarðarbæ. 
Ef eitthvað er óljóst eða ef ykkur vantar aðstoð á einhvern hátt, þá endilega hafið samband við Bryndisi, bryndis@haukar.is eða í síma 525-8702 og hún aðstoðar ykkur. 

Upplýsingar fyrir skiptin/æfingatíma/annað

Æfingatímar flokksins í vetur verða svona:
Mánudagar - 16:15 til 17:15
Miðvikudagar - 16:15 til 17:15
Sunnudagar - 11:30 til 12:30

Dagsetning á flokkaskipti er ekki orðin augljós en ég mun henda því hingað inn um leið og ég frétti eitthvað.
Skiptin verða á þennan veg:
2006 árgangurinn mun ganga upp í 6.fl og geta fundið allar upplýsingar um þann flokk á bloggsíðu 6.fl en tengilinn má finna hér hægra meginn á síðunni.
2007 árgangurinn færist upp á eldra ár og 2008 árgangurinn sem kemur inn verður yngra ár. Allar þær sem eru fæddar 2008 eru velkomnar á æfingar (megið láta orðið berast)

Upplýsingar um uppskeruhátíð yngri flokkanna kemur einnig inn fljótlega.
Svo er spurning að hafa eitthvað lokaslútt innan flokksins eins og pizzaveislu eða eitthvað í þeim dúr.
 
Skráningar fyrir nýja tímabilið sem er að fara af stað, eru byrjaðar. 
Skrá þarf í gegnum „Mínar síður“ á vef Hafnarfjarðarbæjar en það er eina leiðin til þess að nýta niðurgreiðsluna frá Hafnarfjarðarbæ. 
Hægt er að nálgast skráninguna inni á http://haukar.is/ (stór rauður gluggi til hægri á síðunni „Skráning og greiðsla æfingagjalda – Mínar síður“) eða á http://www.hafnarfjordur.is/minar-sidur/. Viljum við hvetja forráðamenn til þess að skrá iðkendur inn sem fyrst og fullnýta þannig niðurgreiðsluna frá Hafnarfjarðarbæ. 
Ef eitthvað er óljóst eða ef ykkur vantar aðstoð á einhvern hátt, þá endilega hafið samband við Bryndisi, bryndis@haukar.is eða í síma 525-8702 og hún aðstoðar ykkur.
 
Ég uppfæri þessa færslu um leið og nánari upplýsingar berast.
kv. Andri

Laugardagurinn + Æfingatímarnir

Á morgun (laugardaginn 30.ágúst) er síðasti heimaleikur Meistaraflokks kvenna hjá Haukum á þessu tímabili. Við í 6. og 7.fl kvenna ætlum að styðja stelpurnar okkar til sigurs í þessum leik og gera okkar til að gera umgjörðina sem glæsilegasta !
Stelpurnar fá að leiða liðin inná völlinn (7.fl gengur fyrir) og síðan verður í boði að vera boltasækjar (6.fl gengur fyrir).
Þegar leikurinn verður loks flautaður á væri gaman að sjá stelpurnar (og foreldra og fjölskyldur) í stúkunni og helst í rauða litnum. Stelpurnar kunna ófá stuðningslög sem þær gætu látið óma úr stúkunni ;)
Leikurinn hefst kl 13:00 á íslenskum tíma og eru þær sem vilja leiða inná eða vera boltasækjar beðnar um að mæta kl 12:40 við sjálfsalann inni á Ásvöllum. 
Það er FRÍTT á leikinn !
 
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 

Æfingatímar 7.fl 
Mánudagar - 16:15 til 17:15
Miðvikudagar - 16:15 til 17:15
Sunnudagar - 11:30 til 12:30

Þessir tímar verða æfingatímarnir okkar núna út þetta tímabil og fram að skiptum en þessir tímar eru líka 99% líklega tímarnir hjá flokknum eftir skipti líka :)

Lok ágúst (uppfært)

Dagskráin þessa næstu daga:
Mán 25.ágú - Æfing kl 16:15 til 17:15
Mið 27.ágú - ÆFING FELLUR NIÐUR
Lau 30.ágú - Síðasti heimaleikur M.fl kvenna kl 13:00 / Stelpurnar fá að leiða inná og vera í stuðningsmannasveitinni í stúkunni.
Sun 31.ágú - Æfing kl 11:30 til 12:30
Dagskrá september kemur svo síðar.

Þær sem eru á eldra ári (f. 2006) og yngra ári (f. 2007) mega endilega setja í athugasemdir fæðingaár, nafn á skóla og ca tímanna sem þær eru búnar í skólanum mánudaga til fimmtudaga.

Næsta vika

Gott kvöld góða fólk.
Varðandi æfingatöflur fyrir veturinn, þá er verið að vinna að því að ganga frá samningum við þjálfara og í kjölfarið gengið frá æfingatöflum í leiðinni. Þetta ætti því vonandi allt að vera ljóst fljótlega.

Í næstu viku ætlum við að æfa á eftirtöldum tímum:
Mánudag - 16:15 til 17:15
Miðvikudag - 16:15 til 17:15
Sunnudag - 11:30 til 12:30

Munið að brosa og hlægja, lífið er skemmtilegast þannig :)
Hafið það gott um helgina
kv. Andri

Næstu dagar og lok ágúst

Gott kvöld góða fólk.
Æfingarnar á morgun og fimmtudag á sama tíma og hefur verið í sumar (16:15 til 17:15).
Tímarnir okkar breytast svo í næstu viku, þar sem skólarnir eru að hefjast, en verið er að vinna við að finna nýja tíma. Þeir verða tilkynntir með góðum fyrirvara.
Að lokum biðjum við alla um að taka laugardaginn 30.ágúst frá, en um hádegisbilið þann dag spilar meistaraflokkur kvenna sinn síðasta leik á tímabilinu á heimavelli.
Stelpurnar fá þann heiður að leiða inná í þeim leik og svo er von okkar sú að við gætum farið langt með að fylla stúkuna af rauðklæddum iðkendum sem myndu syngja og styðja stelpurnar okkar til sigurs í lokaleik sínum :)

kv. Andri

Flottu Arionbankamóti lokið

Takk fyrir samveruna í dag stelpur og foreldrar !
Að mínu mati vannst stærsti sigur sumarsins á þessu móti þar sem við vorum með 4 lið skráð. Það er vissulega stór sigur þegar litið er til þess hve fáar voru á æfingum í vetur.
Þær stóðu sig rosalega vel og hafa vonandi skemmt sér jafn vel og við þjálfarar :)
Takk fyrir okkur.
Sjáumst á æfingu á morgun.
kv. Þjálfarar

Arionbankamótið á Sunnudaginn

*Muna eftir: haukatreyju, legghlífum, takkaskóm, vatnsbrúsa, íþróttanesti og haukaskapinu.
*Þátttökugjald hefur verið 2500kr. Best er ef einn úr hópnum tekur að sér að safna greiðslum frá hinum og borgar fyrir allt liðið í einu inní mótstjórn. 
*Við þökkum andstæðingnum og dómaranum alltaf fyrir leikinn.
*Við höldum hópinn milli leikja og höfum gaman saman.

Viktoría J, Rut, Guðrún Inga, Rakel Lilja, Karítas, Anna Rut,
Mæting kl 8:45 við Vallarklukkuna
9:15 - Breiðablik - Himbrimi
9:45 - Víkingur - Una
10:15 - Grindavík - Gilbert
10:45 - FH - Gilbert
11:15 - HK - Una

Bryndís, Arna, Viktoría K, Auður, Sara Máney, Hekla, 
Mæting kl 8:45 við Vallarklukkuna
9:15 - HK - Andrésína
9:45 - Grótta - Mína Mús
10:15 - Breiðablik - Ripp, Rapp og Rupp
10:45 - Reynir/Víðir - Ripp, Rapp og Rupp
11:15 - Álftanes - Mína Mús

Lísbet, Baldvina, Þóra, Karen Huld, París, Ragnheiður,
Mæting kl 8:30 við Vallarklukkuna
9:00 - FH - Mína Mús
9:30 - HK - Andrésína
10:00 - Víkingur - Andrésína
10:30 - Valur - Ripp, Rapp og Rupp
11:00 - Breiðablik - Ripp, Rapp og Rupp

Emilía, Katla, Lydia, Björg, Karen Eir, 
Mæting kl 8:30 við Vallarklukkuna
9:00 - Breiðablik - Amma Önd
9:30 - ÍA - Hábeinn Heppni
10:00 - FH - Bjarnabófar
10:30 - Álftanes - Bjarnabófar
11:00 - Víkingur - Hábeinn Heppni
 
Ef ég er að gleyma einhverri þá endilega láta vita sem fyrst.
Sjáumst hress á sunnudaginn !
kv. Þjálfarar 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband